Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 19:00
Fótbolti.net
Hefði alveg mátt henda manni inn á í stöðunni 10-0
Anna Björk í leik með KR
Anna Björk í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
KR liðið 2008 var skipað mörgum landsliðskonum
KR liðið 2008 var skipað mörgum landsliðskonum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atvinnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir er viðmælandi í nýjasta þætti Heimavallarins.

Anna Björk er uppalin í KR, en 18 ára gömul hafði hún ekki fengið mörg tækifæri í liði KR undir stjórn Helenu Ólafsdóttir. Hún spilaði aðeins einn leik 2007 og fjóra leiki 2008.

„Þarna er ég komin á þann aldur að mér finnst ég verða að fá fleiri mínútur. En á sama tíma þá áttaði ég mig alveg á því að KR var svakalegt á þessum árum. Ég áttaði mig á því að ég væri ekki að fara að ganga í byrjunarliðið 18 ára. En það sem mér fannst aðeins mætti bæta var að gefa leikmönnum séns þegar að leikirirnir sem við vorum að vinna stórt.”

„Það var kannski 10-0 og þá mátti alveg henda manni inn á eða leyfa manni að fá fleiri mínútur í þeim leikjum. Aðeins svona byrja að slípa mann til og gefa manni reynslu af því að það þurfti enginn að segja manni að KR væri ekki að fara breytast á næstu árum og það þyrfti einhver að taka við.”

Anna hélt áfram: „Ég hefði viljað fá aðeins fleiri mínútur og það var farið að pirra mig og nokkrar þarna yngri. Það hefði verið hægt að gefa yngri leikmönnum kannski 20 mínútur hér og þar þegar við vorum komnar 7-0 yfir."

KR liðið var gríðarlega vel mannað á þessum árum og flestar í byrjunarliði KR voru byrjunarliðsmenn í landsliðinu líka. Liðið var t.d. skipað Ólínu Viðarsdóttir, Eddu Garðarsdóttur, Hólmfríði Magnúsdóttur, Emblu Grétarsdóttur og Olgu Færseth.

Þó svo að Anna hafi ekki byrjað marga leiki lærði hún gríðarlega margt af jafn reynslumiklum leikmönnum.

„Þetta var frábært lið og bara landsliðið. Að æfa með þeim og fá alla þá þekkingu, og já bara læra af þessum frábæru fótboltakonum," sagði Anna Björk sem hefur verið orðuð við endurkomu í Vesturbæinn.

Hlustaðu á Heimavöllinn hér að neðan eða á streymisveitunni þinni.
Heimavöllurinn: Varamaður úr KR keyptur fyrir metupphæð í Hruninu
Athugasemdir
banner
banner
banner