mið 06. maí 2020 09:26
Elvar Geir Magnússon
Lineker sendir stuðningsmönnum Man Utd síðbúnar þakkir
Gary Lineker var frábær leikmaður.
Gary Lineker var frábær leikmaður.
Mynd: Getty Images
Gary Lineker hefur rifjað upp hvernig stuðningsmenn Manchester United fengu hann til að vökna um augun þegar hann kvaddi enska boltann.

Lineker átti magnaðan feril og er talinn einn besti enski sóknarmaður í sögunni. Hann skoraði 282 mörk fyrir Leicester, Everton, Barcelona og Tottenham. Þá vann hann gullskóinn á HM 1986.

Hann er þriðji markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi.

Þegar hann skoraði fyrir Tottenham í sínum síðasta leik í enska boltanum 1992 stóðu stuðningsmenn Manchester United upp og fögnuðu honum.

Skallamark Lineker í umræddum leik var sárabótamark í 3-1 tapleik

„Við töpuðum 3-1 en ég mun aldrei gleyma hversu frábær framkoma Manchester United var við mig þennan dag. Ég fékk stórkostlegar viðtökur frá þeirra stuðningsmönnum. Mér vöknaði um augu. Síðbúnar þakkir frá mér þar sem engir samfélagsmiðlar voru til á þessum tíma," skrifaði Lineker á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner