Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 06. maí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mexíkó gerði heiðarlega tilraun til að næla í Klopp
Klopp hafnaði kurteisislega.
Klopp hafnaði kurteisislega.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hafnaði því að taka við Mexíkó árið 2015, en Guillermo Cantu, fyrrum yfirmanni knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Mexíkó, þá hafði Þjóðverjinn ekki áhuga á starfinu.

Klopp var hjá Dortmund þegar knattspyrnusambandið í Mexíkó hafði samband, en nokkrum mánuðum síðar tók hann við Liverpool þar sem hann er enn í dag.

„Ég spurði í gegnum þriðja aðila hvort að hann hefði áhuga á að taka við Mexíkó og skilaboðin sem ég fékk til baka voru: 'Ég þakka, en ég á enn eftir að gera mikið með félagslið og ég vil fara til Englands'," sagði Cantu í viðtali við TUDN.

Kólumbíumaðurinn Juan Carlos Osorio tók við Mexíkó og undir hans stjórn féll Mexíkó úr leik í 16-liða úrslitum HM 2018. Í dag stýrir Argentínumaðurinn Gerardo Martino liði Mexíkó.

Klopp vann á síðustu leiktíð Meistaradeildina með Liverpool og var á þessari leiktíð á góðri leið með að vinna ensku úrvalsdeildina; þangað til kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn.
Athugasemdir
banner
banner