Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. maí 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Setien vill ekki vinna deildina án þess að klára tímabilið
Mynd: Getty Images
Quique Setien, þjálfari Barcelona, segist ekki vilja vinna spænska deildartitilinn með félaginu nema tímabilið sé klárað.

Barca er með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar ellefu umferðir eru eftir af tímabilinu.

„Ég vil ekki vinna titilinn á þennan hátt. Ef við getum ekki klárað tímabilið þá verður deildartaflan að standa án meistara," sagði Setien samkvæmt Sport.

Spænsk félög eru að undirbúa sig fyrir æfingar og er stefnt á að byrja keppnisleiki fyrir lok júní.

Setien tók við Barca í janúar eftir að liðið tapaði úrslitaleik spænska Ofurbikarsins undir stjórn Ernesto Valverde. Frá því að Setien tók við er Barca búið að vinna átta leiki, tapa þremur og gera eitt jafntefli í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner