Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. maí 2020 08:07
Elvar Geir Magnússon
Skoraði og lagði upp fyrir framan njósnara Man City og Liverpool
Aster Vranckx.
Aster Vranckx.
Mynd: Getty Images
Manchester City og Liverpool eru meðal félaga sem hafa áhuga á Aster Vranckx, sautján ára belgískum miðjumanni.

Þessi strákur braust fram á sjónarsviðið með KV Mechelen og er gríðarlega eftirsóttur.

Bayern München og Feyenoord hafa einnig áhuga á honum.

Vranckx er spennandi leikmaður sem getur leyst mörg hlutverk á miðsvæðinu. Hann var búinn að vinna sér inn fast byrjunarliðssæti hjá Mechelen áður en belgísku deildinni var frestað í mars.

Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-0 sigri gegn Anderlecht í febrúar. Njósnarar frá Liverpool og City voru í stúkunni að fylgjast með honum.

Liverpool hefur lengi haft leikmanninn á blaði hjá sér en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í belgísku úrvalsdeildinni á síðasta ári.

Hann hefur þegar leikið fimm U19 landsleiki fyrir Belgíu.

Mechelen stendur ekki nægilega vel fjárhagslega vegna kórónaveirusfaraldursins og gæti neyðst til að selja leikmenn í sumar. Auk Vranckx er félagið með Issa Kabore, 18 ára sóknarmann, sem er einnig mjög eftirsóttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner