Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Telur nauðsynlegt að leika á hlutlausum völlum
Mynd: Getty Images
Richard Bevan, framkvæmdastjóri samtaka deildarstjóra á Englandi, telur að ekki verði hægt að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ef ekki verður samþykkt að spila á hlutlausum völlum.

Stefnt er að því að kjósa um komandi áætlanir á fundi næsta mánudag. Til að tímabilið verði klárað á hlutlausum völlum þarf það að vera samþykkt af 14 af 20 félögum.

Aston Villa, Brighton og West Ham hafa þegar lýst því yfir opinberlega að félögin séu mótfallin því að spila á hlutlausum völlum.

Öll félögin eru fylgjandi því að klára mótið þegar hægt er að gera það. Bresk stjórnvöld munu væntanlega tilkynna á sunnudag um léttanir á takmörkunum vegna kórónaveirufaraldursins.

Samkvæmt 'Project Restart' áætluninni er stefnan að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað í júní. Þá yrði leikið bak við luktar dyr og leikmenn og starfslið þyrftu að fara í læknisskoðun.

Fara þyrfti eftir hörðum reglum og með því að spila á fáum útvöldum völlum þar sem læknisaðstaða og fleira yrði sameinað myndi ýmislegt verða auðveldara í framkvæmd.

Sjá einnig:
Læknar á Englandi lýsa yfir verulegum áhyggjum
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu neitað að spila
Athugasemdir
banner
banner