Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 06. júní 2021 11:00
Aksentije Milisic
Segir að leikmenn Spurs verði að taka ábyrgð á brottrekstri Mourinho
Mourinho fékk Doherty til Spurs.
Mourinho fékk Doherty til Spurs.
Mynd: Getty Images
Matt Doherty, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur viðurkennt að hann og leikmenn liðsins verði að taka ábyrgð á því að Jose Mourinho var rekinn frá félaginu á síðustu leiktíð.

Mourinho stjórnaði Tottenham í 17 mánuði. Liðið var í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hafði fallið úr leik í Evrópudeildinni gegn Dinamo Zagreb.

„Hann var bara hér í 17 mánuði. Ef þetta hefðu verið 3 eða 4 ár þá væri sagan önnur. Við vorum því miður ekki að ná í úrslitin fyrir hann," sagði Doherty.

„Stjórinn er alltaf sá sem er rekinn, en við leikmenn erum þeir sem voru á vellinum og við vorum ekki að ná í úrslitin fyrir hann. Það er synd því þetta er einn besti þjálfari heims."

Jose Mourinho var ekki lengi án starfs en hann hefur verið ráðinn sem þjálfari AS Roma á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner