Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. júní 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Angel Di Maria með hamingjuna að leiðarljósi
Mynd: Getty Images

Argentínski landsliðsmaðurinn Angel Di Maria rennur út á samningi hjá PSG í lok mánaðar og er því frjáls ferða sinna í sumar.


Áður en hann hélt til PSG lék Di Maria fyrir stórveldi Real Madrid og Manchester United og er ekki víst að hann vilji spila fyrir annað stórlið. Di Maria segist ætla að hafa hamingjuna að leiðarljósi í leit sinni að nýju félagi.

„Við munum sjá hvað gerist í sumar. Ég er búinn að spila fyrir nokkur stórlið og fjölskyldan mín hefur alltaf fylgt mér og stutt við bakið á mér," sagði Di Maria.

„Næsti staður verður staður þar sem þau og ég getum verið hamingjusöm. Ég er ekki búinn að ákveða mig."

Di Maria er 34 ára gamall og hefur skorað 92 mörk í 295 leikjum með PSG, auk þess að hafa sett 25 mörk í 122 landsleikjum. 

Hann hefur verið sterklega orðaður við Juventus í sumar en gæti valið að fara aftur heim til Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner