Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. júní 2022 15:55
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Alltof auðvelt fyrir Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan 5 - 0 Þór/KA
1-0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('3)
2-0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('9)
3-0 Arna Dís Arnþórsdóttir ('54)
4-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('68)
5-0 Arna Dís Arnþórsdóttir ('75)


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Þór/KA

Stjarnan er á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna og var að vinna sinn fjórða deildarleik í röð er liðið fékk Þór/KA í heimsókn í Garðabæinn í dag.

Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvennu á fyrstu níu mínútum leiksins eftir slakan varnarleik Akureyringa og frábæran undirbúning frá Katrínu Ásbjörnsdóttur og Betsy Hassett sem voru afar sprækar. Staðan var 2-0 í hálfleik og forystan aldrei í hættu.

Arna Dís Arnþórsdóttir bætti þriðja markinu snemma í síðari hálfleik og aftur áttu Katrín og Betsy þátt í markinu.

Jasmín Erla Ingadóttir skoraði svo fjórða markið og gerði Arna Dís fimmta markið skömmu síðar. Niðurstaðan sannfærandi fimm marka sigur Stjörnunnar.

Stjarnan er búið að jafna Val á toppi deildarinnar en Valskonur eiga leik til góða. Selfoss er tveimur stigum á eftir, með leik til góða á útivelli gegn Breiðablik.

Þór/KA er með níu stig eftir átta umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner