Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. júní 2022 15:26
Ívan Guðjón Baldursson
Cardiff er með í baráttunni um Gareth Bale
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Velska félagið Cardiff City sem leikur í Championship deildinni vill fá Gareth Bale í sínar raðir.


Bale er samningslaus eftir níu ár hjá Real Madrid og getur því skipt um félag á frjálsri sölu.

Bale, 32 ára, skoraði 106 mörk í 258 leikjum með Real. Hann er velskur landsliðsmaður og átti stóran þátt í sigurmarkinu sem kom Wales á HM eftir hörkuleik við Úkraínu í gærkvöldi.

Mehmet Dalman, forseti Cardiff, er floginn til Bretlands til að leiða viðræður við Bale sem er að skoða möguleikana sína. Stórstjarnan hefur meðal annars verið orðuð við endurkomu til Tottenham og félagaskipti til Bandaríkjanna.

Það gæti orðið erfitt fyrir Cardiff að semja við Bale þar sem leikmaðurinn var á hærri vikulaunum hjá Real Madrid heldur en samanlagður leikmannahópur Cardiff.

Bale er fæddur í Cardiff en hefur aldrei spilað fyrir velskt félag á ferlinum. Hann sagði það vera möguleika að hann myndi leggja skóna á hilluna í sumar en það verður ekkert úr því eftir að Wales tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn í 64 ár.

Helsta markmið Bale verður að gera vel fyrir Wales á HM og gæti hann því reynt að gera skammtímasamning við eitthvað félag, jafnvel aðeins til sex mánaða.

Cardiff vill fá Bale til sín til að hjálpa félaginu að komast aftur upp í úrvalsdeildina. Það gæti verið spennandi verkefni fyrir Bale að hjálpa Cardiff upp um deild og hjálpa þeim svo í væntanlegri fallbaráttu í úrvalsdeildinni ef það markmið næst.

Bale var spurður út í orðróminn en sagðist aðeins vera einbeittur að því að gera vel með Wales. Þegar hann var spurður hvort hann væri með einhver tilboð á borðinu þá brosti hann og svaraði: „helling."


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 30 4 10 86 39 +47 94
2 Leeds 44 27 9 8 80 37 +43 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 9 10 85 61 +24 84
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 44 19 12 13 65 56 +9 69
8 Coventry 43 17 12 14 68 55 +13 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
17 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
18 QPR 44 13 11 20 41 57 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner
banner