Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ef Englendingar ráða ekki við hita, þá skapast vandræði á HM
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England tapaði óvænt gegn Ungverjalandi í Þjóðadeildinni á laugardag. Ungverska vörnin var vel skipulögð og kom eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn í annars frekar lokuðum leik.

Southgate og enska liðið hefur fengið mikla gagnrýni í kjölfarið á þessum leik og áhyggjur eru farnar að vakna fyrir HM sem er næsta vetur.

Southgate sjálfur sagði að hitinn í Ungverjalandi hefði verið ein af ástæðunum fyrir tapinu.

„Það er mjög erfitt að brjóta Ungverja á bak aftur... ég held að hitinn hafi haft sitt að segja," sagði Southgate eftir leik.

„Annað sem hafði áhrif er það að við erum ekki búnir að spila saman í þrjá mánuði og við erum bara búnir að spila þrjá leiki síðustu sex mánuðina."

Þjálfarinn talaði einnig um það að hann hefði verið að prófa ákveðna leikmenn og hefði kannski ekki fundið réttu blönduna fyrir þennan tiltekna leik.

Ef Englendingar ráða ekki við hitann, þá verða þeir í vandræðum á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner