Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júní 2022 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland grínaðist með dýfu Thorsby gegn Svíum: Lærði þetta á Ítalíu
Mynd: Getty Images

Erling Haaland skoraði bæði mörkin í 1-2 sigri Noregs gegn Svíþjóð er liðin mættust í Þjóðadeildinni um helgina.


Haaland skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 20. mínútu sem Morten Thorsby, leikmaður Sampdoria á Ítalíu, fiskaði með nokkuð augljósri dýfu.

„Að mínu mati þá átti hann bara að senda boltann til mín og ég hefði skorað, en þetta leit út eins og dýfa hjá honum," sagði Haaland þegar hann var spurður um sitt mat á atvikinu. Hann fékk að skoða myndbandið af dýfunni og hló.

„Já ég sé það hér þetta er svolítið ítalskt hjá honum. Þetta er eitthvað sem hann kemur með frá Ítalíu. Þetta er bara dýfa, ég ætla að vera heiðarlegur og segja það."

Það er ekkert VAR fyrr en í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner