Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júní 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar ungu íslensku leikmönnunum í hástert
Lengjudeildin
Stefán Þór Ágústsson.
Stefán Þór Ágústsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er að byrja tímabilið virkilega vel og er á toppi Lengjudeildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki.

Gary Martin, fyrirliði liðsins, segir að ungir leikmenn liðsins séu að taka mikil framfaraskref og það sé að skila sér í bættum árangri frá síðustu leiktíð.

„Fólk skoðar liðið á pappír og sér mig, Gonzi og Tokic. Það vanmetur íslensku leikmennina okkar," sagði Gary.

Hann segir Selfoss vera með besta markvörð deildarinnar, Stefán Þór Ágústsson. Hann segir jafnframt að Stefán sé besti ungi markvörðurinn sem er að spila á landinu.

„Við erum með besta markvörð deildarinnar að mínu mati og líklega besta unga markvörð landsins. Hann er stórkostlegur," sagði Gary.

Stefán, sem er fæddur árið 2001, hefur verið aðalmarkvörður Selfoss frá 2019 og verið að vaxa. Gary hrósaði líka öðrum leikmönnum, eins og Jóni Vigni Péturssyni, miðjumanni sem er fæddur árið 2003.

„Þeir eru tveir bestu ungu leikmenn deildarinnar, án nokurs vafa."
Útvarpsþátturinn - Ísland, þjálfaramál og Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner