Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 06. júní 2022 14:24
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem bjór verður seldur á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Getty Images

Ísland tekur á móti Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld eftir 2-2 jafntefli í fyrstu umferð í Ísrael.


Leikar hefjast klukkan 18:45 og verður þetta í fyrsta sinn sem áfengur bjór verður seldur almenningi á íslenskum landsleik á Laugardalsvelli.

Bjórinn verður til sölu í báðum stúkunum og hafa margir tekið vel í þessa tilraun Knattspyrnusambandsins.

Bjór hefur áður verið seldur á Laugardalsvelli en aðeins í VIP-stúkum leikvangarins.

Næstu leikir Íslands eftir þessum áttu að vera gegn Rússlandi en þeir verða ekki spilaðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner