Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. júní 2022 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kanadíska landsliðið er í verkfalli
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Kanadíska landsliðið er í verkfalli og spilaði því ekki æfingaleik við Panama í gær. Landsliðsmenn Kanada hafa lengi verið ósáttir með lágar launagreiðslur frá knattspyrnusambandinu og fylltist mælirinn eftir viðræður leikmanna við stjórnendur sambandsins á dögunum.


Kanadíska landsliðið tryggði sér sæti á lokamóti HM í annað sinn í sögunni og eru leikmenn ósáttir með úthlutun HM-peninganna, bæði þegar kemur að sjónvarps- og ímyndarrétti og verðlaunafé.

Leikmenn Kanada gáfu frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem þeir ásökuðu knattspyrnusambandið um að sýna sér óvirðingu en sambandið er búið að svara.

„Til að hafa það á hreinu þá vilja leikmenn karlalandsliðsins fá 75-100% af verðlaunafénu fyrir HM," segir í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins. „Við buðum þeim 60% til að deila með kvennalandsliðinu (30% til kvenna og 30% til karla) og 40% fyrir knattspyrnusambandið.

„Við viljum opna heiðarlegt samtal við leikmenn til að upplýsa þá um þann raunveruleika sem kanadíska knattspyrnusambandið þarf að glíma við í daglegum rekstri. Við teljum okkur hafa boðið landsliðsmönnum sanngjarnan samning."

Þar að auki kvörtuðu leikmenn undan því að fá aðeins tvo fjölskyldumiða á haus fyrir leiki liðsins á HM.

Leikmenn og knattspyrnusambandið vonast til að leysa málið fyrir fimmtudaginn þegar Kanada mætir Curacao í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner