Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 06. júní 2022 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer býst við því að vera áfram hjá SönderjyskE
Mynd: Getty Images
Kristófer Ingi Kristinsson gekk í raðir danska félagsins SönderjyskE síðasta sumar eftir að hafa spilað veturinn á undan með varaliði PSV.

SönderjyskE féll í vor úr Superliga og spilar í næstefstu deild á komandi tímabili. Kristófer gat lítið hjálpað til í fallbaráttunni undir lok tímabilsins og kom einungis við sögu í einum leik (af tíu) í fallumspilinu. Hann hefur glímt við meiðsli í hásin síðustu mánuði sem hafa haldið honum utan vallar.

Sjá einnig:
Kristófer ætlar að skora tólf mörk á tímabilinu - „Stefni mjög hátt"
Útskýrir félagaskiptin: Leist ekkert alltof vel á Frakkland á þessum tíma

Á vefsíðunni Transfermarkt er ekki skráð lengd samningsins sem Kristófer gerði við SönderjyskE. Kristófer sagði við Fótbolta.net í janúar að hann hefði gert þriggja ára samning við félagið en ýmis ákvæði geta verið í samningum og m.a. ákvæði sem tengjast því að lið falli niður um deild.

Fótbolti.net hafði samband við Kristófer um helgina og spurði hann út í stöðu mála. Kristófer, sem einbeitir sér að því að ná sér góðum af meiðslunum, sagði það ekki 100% ákveðið en býst þó við því að vera áfram hjá SönderjyskE.
Athugasemdir
banner
banner