Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. júní 2022 15:05
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Birkir Þór skoraði í góðum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla

Birkir Þór Guðmundsson skoraði í 4-2 sigri Volda TI gegn Lillehammer í D-deild norska boltans. 


Birkir Þór gerði fyrsta mark leiksins og leiddu heimamenn í Volda 2-0 í hálfleik. Gestirnir náðu að jafna með stuttu millibili í síðari hálfleik en Volda gerði út um viðureignina með tveimur mörkum á rúmri mínútu.

Volda er um miðja deild með 13 stig eftir 9 umferðir. Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson er einnig á mála hjá félaginu.

Valgeir Árni Svansson og Arnór Gauti Ragnarsson eru þá leikmenn Hönefoss sem tapaði heimaleik gegn Forde.

Hönefoss tók forystuna snemma leiks en missti mann af velli og þurfti að spila langstærsta hluta leiksins einum leikmanni færri.

Gestirnir voru snöggir að jafna en náðu ekki að gera sigurmark fyrr en seint í uppbótartíma, dramatískt mark á 97. mínútu. Hönefoss er með níu stig eftir níu umferðir.

Volda TI 4 - 2 Lillehammer
1-0 Birkir Þór Guðmundsson ('20)
2-0 T. Evebo ('24)
2-1 M. Rasoli ('59)
2-2 A. Mbedule ('62)
3-2 R. Aarfiot ('76)
4-2 R. Dahlberg ('77)

Hönefoss 1 - 2 Forde
1-0 O. Berg ('3, víti)
1-1 O. Ostvik ('21)
1-2 K. Bell ('97)
Rautt spjald: O. Wang, Hönefoss ('17)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner