Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 06. júní 2022 11:45
Ívan Guðjón Baldursson
Rob Page: Getum unnið gegn öllum í riðlinum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Robert Page landsliðsþjálfari Wales er í skýjunum eftir 1-0 sigur gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á HM í Katar í vetur.


Wales kemst því á HM í annað sinn í sögunni en síðast fór þjóðin á lokamót sem var haldið í Svíþjóð fyrir 64 árum síðan.

Wales hefur þó gengið gríðarlega vel á þeim fáu stórmótum sem það hefur komist á. 1958 komst liðið í 8-liða úrslit og svo hefur þjóðin gert vel á síðustu tveimur Evrópumótum. Gareth Bale og félagar komust í undanúrslit á EM 2016 og uppúr erfiðum riðli á EM í fyrra.

Þetta árið verður Wales með nágrönnum sínum frá Englandi í riðli auk Bandaríkjanna og Íran.

„Við munum fara í þetta mót fullir sjálfstrausts. Við vitum að við getum gefið hvaða andstæðingum sem er góðan leik. Við erum með þetta hugarfar í búningsklefanum og það hefur verið ríkjandi undanfarin ár," sagði Page við Radio Wales Breakfast í morgun.

„Við getum unnið gegn öllum andstæðingunum sem eru með okkur í riðli þó við vitum að það verður erfitt."

Það var gríðarlegur fögnuður í Wales í gærkvöldi og spennustigið hátt meðal leikmanna og þjálfara. 

„Þetta er ótrúleg stund. Maður vaknar og fattar að við erum á leið á Heimsmeistaramótið. Það er ótrúlegt. Meira að segja eftir lokaflautið í gær hugsaði ég með mér hvort þetta væri ekki bara draumur. Eftir fögnuðinn með leikmönnum fór ég að sofa og svo þegar ég vaknaði í morgun þá rann þetta allt upp fyrir mér aftur. Við erum að fara á HM!"


Athugasemdir
banner
banner
banner