Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 06. júní 2022 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roma reynir að krækja í Isco
Mynd: EPA

AS Roma vill krækja í spænska miðjumanninn Isco sem verður samningslaus í lok mánaðar.


Isco er 30 ára gamall og hefur verið leikmaður Real Madrid undanfarin níu ár. Hann skoraði 53 mörk í 353 leikjum fyrir félagið og vann allt mögulegt, meðal annars Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.

Isco hefur þá skorað 12 mörk í 38 landsleikjum fyrir Spán eftir að hafa verið algjör lykilmaður í yngri landsliðunum.

Ofurumboðsmaðurinn Jorge Mendes vill reyna að koma Isco til Roma en talið er að Spánverjinn sjálfur kjósi frekar að vera áfram í heimalandinu.

Real Betis og Valencia hafa áhuga á Isco en launakröfur hans eru alltof háar. Sevilla hefur efni á leikmanninum en er ekki talið hafa nægan áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner