Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius ekki sammála Neymar
Benzema og Vinicius.
Benzema og Vinicius.
Mynd: EPA
Brasilíska stórstjarnan Neymar sagði frá því á dögunum að hann væri á því máli að kantmaðurinn Vinicius Junior ætti að vinna Ballon d'Or verðlaunin eins og staðan væri núna.

Kannski ekki hlutlaust mat í ljósi þess að Neymar og Vinicius eru félagar í brasilíska landsliðinu.

Vinicius hefur samt spilað mjög vel með Real Madrid og skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum. Hann er klárlega að eiga sitt besta ár á sínum unga ferli.

Vinicius var nýverið spurður að því hvort hann gæti tekið undir með Neymar um það að hann ætti að vinna Ballon d'Or - verðlaunin sem eru veitt besta leikmanni heims á ári hverju - fyrir árið 2022.

„Að mínu mati á (Karim) Benzema það meira skilið," sagði Vinicius þegar hann var spurður en hann og Benzema náðu einstaklega vel saman hjá Real Madrid á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner