Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júní 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virkjuðu ákvæði í samningi Kolbeins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Kolbeinn Þórðarson mun væntanlega spila áfram með belgíska félaginu Lommel á næsta tímabili.

Samningur Kolbeins við félagið átti að renna út í sumar en félagið ákvað að virkja ákvæði í samningi hans.

Með því að virkja ákvæðið framlengdist samningur Kolbeins við félagið um tvö ár.

Kolbeinn gekk í raðir Lommel sumarið 2019 og var spurður hvort hann langaði til að spila annars staðar.

„Nei, ef það gerist eitthvað þá gerist það bara. Ég var með möguleika á að framlengja um tvö ár og þeir [aðilar hjá Lommel] nýttu hann. Ég veit ekki hvað gerist en ég býst við að fara út til Lommel," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net eftir sigur U21 árs landsliðsins gegn Liechtenstein á föstudag.

Sjá einnig:
Með fimm þjálfara á síðustu leiktíð - „Aldrei gott ef þú ætlar að ná árangri"
Kolbeinn Þórðar: Það var ekki mikil mótstaða
Athugasemdir
banner