fös 06. júlí 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Danilo ekki meira með Brasilíu á HM
Danilo í leiknum gegn Sviss á HM.
Danilo í leiknum gegn Sviss á HM.
Mynd: Getty Images
Danilo, hægri bakvörður Brasilíu og Manchester City, verður ekki meira með á HM í Rússlandi eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu í gær.

Danilo var í byrjunarliði gegn Sviss í fyrsta leik á HM en hann meiddist í kjölfarið á læri.

Danilo var nýbyrjaður að æfa aftur þegar hann meiddist á ökkla í gær og HM draumur hans er á enda.

Þetta þýðir að Fagner, leikmaður Corinthians, verður áfram hægri bakvörður í leiknum gegn Belgíu í 8-liða úrslitum í dag.

Meiðslvandræði hafa verið hjá hægri bakvörðum Brasilíu því fyrir HM meiddist Dani Alves það illa að hann gat ekki verið í HM hópnm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner