Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. júlí 2018 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grét í varnarveggnum er nokkrar mínútur voru eftir
Mynd: Getty Images
Úrúgvæ þurfti að lúta í lægra haldi gegn Frakklandi á Heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag. Leikurinn var sá fyrsti í 8-liða úrslitum mótsins.

Varnarmaðurinn Raphael Varane kom Frökkum yfir undir lok fyrri hálfleiks og Antoine Griezmann bætti við öðru marki á 61. mínútu. Mark Griezmann kom eftir skelfileg mistök Muslera í marki Úrúgvæ.

Það vakti athygli þegar nokkrar mínútur voru eftir að Jose Gimenez, varnarmaður Úrúgvæ og Atletico Madrid, skyldi fara að gráta. Hann grét er hann stóð í varnarvegg fyrir aukaspyrnu Frakklands.

Þetta sýnir bara það hversu miklu máli Heimsmeistaramótið skiptir fyrir fótboltamenn.

Gimenez réð einfaldlega ekki við tilfinningar sínar þegar hann gerði sér grein fyrir því að Úrúgvæ væri á heimleið.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner