banner
   fös 06. júlí 2018 21:00
Gunnar Logi Gylfason
Kane: Við erum eins og fjölskylda
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: FIFA
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, hefur talað um hversu nánir leikmenn landsliðsins eru en þeir eru komnir í 8-liða úrslit Heimsmeistaramótsins þar sem Svíar verða andstæðingar þeirra.

„Við erum eins og fjölskylda," sagði Kane.„Við eyðum miklum tíma saman og við náum allir vel saman. Þetta snýst um samheldni og traust.

Í gegnum árin hefur samband enska landsliðsins og enskra fjölmiðla verið stirt en í undirbúningi og á meðan Heimsmeistaramótinu stendur hafa myndir og myndbönd birst af landsliðinu þar sem þeir hafa spilað til dæmis pílukast og ballskák við fjölmiðlamenn auk þess að augljóst er að leikmennirnir eru góðir vinir.

„Ég lít á þá sem bræður mína og þeir líta eins á mig. Við munum gera hvað sem er fyrir hvern annan."

England sló Kólumbíu út í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum eftir að Kólumbía hafði jafnað metin í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

„Þegar þú ferð í gegnum svona bardaga færðu svo mikla orku, svo mikla trú á að geta farið í gegnum þetta aftur," sagði Kane.

„Tilfinningin eftir á er ótrúleg. Við erum hungraðir í meira. Við viljum upplifa þessa tilfinningu. Ef leikurinn fer í framlengingu og vítaspyrnukeppni verðum við tilbúnir fyrir það," sagði Kane að lokum.

England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitum á morgun en sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegurunum úr viðureign Rússlands og Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner