Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 06. júlí 2018 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville lét grátandi Gimenez heyra það - „Vandræðalegt"
Fólk ekki sátt með ummæli Neville
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images

Úrúgvæ var 2-0 undir þegar Gimenez brast í grát. Hann var greinilega að átta sig á því að hann og hans liðsfélagar væru á leið heim af Heimsmeistaramótinu.

Smelltu hér til að sjá myndband á vef RÚV.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var að lýsa leiknum á ITV og hann var ekki sérstaklega hrifinn af þessu hjá Gimenez.

„Ég er hrifinn af því þegar leikmenn sýna tilfinningar og ástríðu, en þetta er vandræðalegt," sagði Neville er hann lýsti leiknum.

Þessi ummæli Neville hafa ekki fallið sérstaklega vel í kramið og skrifar einn Twitter-notandi: „Þetta er ekki vandræðalegt. Þetta eru alvöru tilfinningar. Orð þín eru vandræðaleg, Gary."

Hér að neðan má sjá bort af því sem sagt var á Twitter um ummæli Gary Neville.













Athugasemdir
banner
banner
banner