Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. júlí 2018 19:30
Gunnar Logi Gylfason
Sven-Göran Eriksson segir enga pressu vera á Englendingum
Mynd: Getty Images
Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands segir það hjálpa Englendingum á Heimsmeistaramótinu að þeir séu lausir við pressu.

„Fyrir, á meðan og aðeins eftir minn tíma hjá enska landsliðinu var eins og England þurfti að komast í úrslit. Það hefur breyst," segir Eriksson

„Það er gott fyrir liðið því þú getur verið afslappaðari þegar þú spilar. England er með gott lið, ungt og hungrað lið. Ég held að England og stuðningsmennirnir eru ánægðir núna því þeir eru í 8-liða úrslitunum."

England komst í 8-liða úrslit á Evrópumótinu árið 2004 og á Heimsmeistaramótunum árin 2002 og 2006 undir stjórn Svíans.
Athugasemdir
banner
banner
banner