Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. júlí 2019 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Egyptaland er úr leik
Ighalo og félagar unnu Ísland 2-0 á HM í fyrra.
Ighalo og félagar unnu Ísland 2-0 á HM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mohamed Salah var í byrjunarliðinu hjá Egyptalandi er liðið var slegið út í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar.

Mótið er haldið í Egyptalandi og því er þetta afar mikill skellur fyrir Salah og félaga sem höfðu hugsað sér að fara alla leið í úrslitin.

Thembinkosi Lorch, miðjumaður Orlando Pirates, gerði eina mark leiksins á 85. mínútu. Úrslitin koma mjög á óvart enda leika langflestir leikmenn suður-afríska landsliðsins í heimalandinu á meðan Egyptar eru með talsvert þekktari atvinnumenn í sínum röðum.

Egyptaland 0 - 1 Suður-Afríka
0-1 Thembinkosi Lorch ('85)

Nígería sló þá Kamerún út í stórleik. Mótið átti upprunalega að vera haldið í Kamerún en það fært til Egyptalands vegna óeirða.

Odion Ighalo, fyrrverandi sóknarmaður Watford, kom Nígeríu yfir í fyrri hálfleik en Kamerún jafnaði og komst yfir rétt fyrir leikhlé.

Stephane Bahoken, varnarmaður Angers í Frakklandi, jafnaði áður en Clinton N'Jie, fyrrum leikmaður Tottenham, kom sínum mönnum yfir.

Ighalo jafnaði fyrir Nígeríu í seinni hálfleik og gerði Alex Iwobi, leikmaður Arsenal, sigurmarkið skömmu síðar eftir stoðsendingu frá Ighalo.

Ahmed Musa og Wilfred Ndidi voru meðal leikmanna í liði Nígeríu á meðan Andre Onana og Eric Maxim Choupo-Moting voru meðal leikmanna Kamerún.

Nígería og Suður-Afríka mætast í 8-liða úrslitum.

Nígería 3 - 2 Kamerún
1-0 Odion Ighalo ('19)
1-1 Stephane Bahoken ('41)
1-2 Clinton N'Jie
Athugasemdir
banner
banner
banner