Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. júlí 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Copa America: Messi rekinn útaf er Argentína tók bronsið
Mynd: Getty Images
Argentína 2 - 1 Síle
1-0 Sergio Aguero ('12)
2-0 Paulo Dybala ('22)
2-1 Arturo Vidal ('59, víti)
Rautt spjald: Lionel Messi, Argentína ('37)
Rautt spjald: Gary Medel, Síle ('37)

Argentína var rétt í þessu að tryggja sér bronsverðlaun í Suður-Ameríkubikarnum með góðum sigri gegn Síle.

Sergio Aguero og Paulo Dybala skoruðu bæði mörk Argentínu á fyrstu 22 mínútum leiksins en korteri síðar var Lionel Messi rekinn útaf eftir samskipti við Gary Medel.

Medel réðst að Messi sem stóð í lappirnar og dómari leiksins rak þá báða af velli, þó Messi hafi líklega ekki átt mikla sök í málinu. Þetta var annað rauða spjald ferilsins hjá Messi.

Arturo Vidal skoraði eina mark síðari hálfleiksins úr vítaspyrnu og lokatölur því 2-1 fyrir Argentínu. Sigurinn er verðskuldaður enda Argentínumenn talsvert hættulegri í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner