lau 06. júlí 2019 14:12
Ívan Guðjón Baldursson
„Fleiri góðar fréttir" - Loftus-Cheek hjá Chelsea til 2024
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn öflugi Ruben Loftus-Cheek er búinn að framlengja samning sinn við Chelsea til 2024.

Loftus-Cheek er 23 ára og vann sér inn sæti í liði Chelsea undir stjórn Maurizio Sarri á síðustu leiktíð. Þá spilaði hann 8 A-landsleiki í fyrra undir stjórn Gareth Southgate en missti af úrslitum ÞJóðadeildarinnar í sumar vegna meiðsla.

Loftus-Cheek meiddist undir lok síðasta tímabils og missti einnig af úrslitaleik Evrópudeildarinnar, sem Chelsea vann gegn nágrönnum sínum og erkifjendum í Arsenal.

„Ég er ótrúlega ánægður með þennan samning. Ég ólst upp hérna og það er mjög sérstakt að vera partur af aðalliðinu. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég var átta eða níu ára," sagði Loftus-Cheek við undirritunina.

Færsla opinbers Twitter aðgangs Chelsea hefur vakið mikla athygli. Þar er samningur Loftus-Cheek kynntur með yfirskriftinni „Fleiri góðar fréttir." Fyrr í dag voru félagaskipti Alvaro Morata til Atletico Madrid staðfest.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner