Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. júlí 2019 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: KR með sjö stiga forystu
KR er búið að vinna tíu leiki í röð eftir 2-1 tap gegn Grindavík 16. maí.
KR er búið að vinna tíu leiki í röð eftir 2-1 tap gegn Grindavík 16. maí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 2 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson ('20)
0-2 Arnþór Ingi Kristinsson ('63)
1-2 Guðmundur Magnússon ('90)

KR heimsótti botnlið ÍBV til Vestmannaeyja og uppskar sigur. Óskar Örn Hauksson skoraði glæsilegt mark á 20. mínútu leiksins.

Hann fékk frábæra sendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni, lék skemmtilega á Óskar Elías Zoega Óskarsson og þrumaði knettinum í þaknetið.

Staðan var 0-1 í hálfleik og tvöfaldaði Arnþór Ingi forystuna á 63. mínútu. Arnþór skoraði eftir skothríð KR-inga, boltinn barst til hans að lokum.

Gary Martin átti skot í slá undir lokin og minnkaði Guðmundur Magnússon muninn í uppbótartíma. Hann skoraði úr auðveldu færi eftir sniðuga sendingu með skalla frá Víði Þorvarðarsyni.

Nær komust heimamenn þó ekki og töpuðu þrátt fyrir góðan lokakafla.

KR er með sjö stiga forystu á toppi Pepsi Max-deildarinnar og mikil pressa á Blikum að vinna næsta leik sinn, sem er á heimavelli gegn HK annað kvöld.

ÍBV er sex stigum frá öruggu sæti, með fimm stig eftir ellefu umferðir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner