Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. júlí 2019 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu annað rauða spjaldið á ferli Messi
Mynd: Getty Images
Argentína er að keppa við Síle í úrslitaleik um 3. sæti Copa America og er staðan 2-0 fyrir Argentínu í hálfleik.

Í stöðunni 2-0 fékk Lionel Messi afar sjaldgæft rautt spjald eftir að Gary Medel, leikmaður Síle, réðst að honum. Messi stóð í lappirnar og virtist ekki reyna að meiða Medel en dómarinn rak hann útaf engu að síður.

Áhorfendur voru ekki par sáttir með dómarann eftir þetta atvik og sungu níðsöngva um hann. Margir þeirra höfðu borgað sig inn á leikinn til þess eins að sjá Messi spila fótbolta.

Þetta er í annað skipti sem Messi fær rautt spjald á ferlinum en fyrra skiptið var í hans fyrsta landsleik, í ágúst 2005. Þar fékk hann rauða spjaldið fyrir að gefa andstæðingi sínum olnbogaskot. Diego Maradona var brjálaður út í dómara leiksins fyrir þennan „glórulausa dóm" á sínum tíma.

Myndband af atvikinu er hægt að sjá hér fyrir neðan

Athugasemdir
banner
banner