Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 06. júlí 2019 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
U17 kvenna getur komist í úrslitaleikinn
Mynd: Aðsend
Mynd: KSÍ
Íslenska U17 kvennalandsliðið er að keppa á Norðurlandamótinu og hefst síðasti leikur riðlakeppninnar innan skamms.

Ísland mætir Danmörku og þarf stórsigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins. Stelpurnar okkar eru með fjögur stig eftir tvær umferðir, rétt eins og Þýskaland. Noregur er í þriðja sæti, með þrjú stig.

Danska liðið er það versta í riðlinum og er með markatöluna 1-12 eftir leiki sína við Þjóðverja og Norðmenn. Markatalan gæti orðið mikilvæg og því þurfa stelpurnar að reyna að skora sem mest í dag.

Toppsæti riðilsins fer í úrslitaleikinn á meðan annað sætið keppir um brons.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Íslands. Þar má finna nokkra byrjunarliðsmenn úr Pepsi Max-deild kvenna.

Í vörninni er Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, leikmaður Selfoss, og á miðjunni má finna Þórhildi Þórhallsdóttur sem leikur fyrir HK/Víking.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er einnig í byrjunarliðinu ásamt Maríu Catharinu Ólafsdóttur Gros sem er hjá Þór/KA.

Bryndís Arna Níelsdóttir byrjar fremst. Hún á sex Pepsi Max-leiki að baki fyrir Fylki í sumar.

Byrjunarlið Íslands:
Markvörður:
Aníta Ólafsdóttir

Varnarmenn:
Jakobína Hjörvarsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir

Miðjumenn:
Þórhildur Þórhallsdóttir hk/v
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Amanda Jacobsen Andradóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir star
María Catharina Ólafsdóttir Gros þorka

Framherji:
Bryndís Arna Níelsdóttir fylk
Athugasemdir
banner
banner
banner