Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerðist eiginlega hjá Wigan?
Tólf gætu verið tekin af Wigan.
Tólf gætu verið tekin af Wigan.
Mynd: Getty Images
Dave Whelan átti Wigan í 23 ár.
Dave Whelan átti Wigan í 23 ár.
Mynd: Getty Images
Frá heimavelli Wigan.
Frá heimavelli Wigan.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Wigan Athletic er komið í greiðslustöðvun. Wigan er í 14. sæti í Championship-deildinni en félagið er í viðræðum við aðila til að reyna að bjarga félaginu frá gjaldþroti.

Guardian er með athyglisverða grein um þetta athyglisverða mál.

Dave Whelan og fjölskylda átti Wigan frá 1995 til 2018. Undir stjórn þeirra varð Wigan að félagi sem komst upp úr fjórðu deild, í þá efstu og varð bikarmeistari 2013. Fyrir um tveimur árum síðan seldi Whelan félagið til International Entertainment Corporation (IEC), fyrirtækis frá Hong Kong sem skráð er á Caymaneyjum og rekur spilavíti í Manila á Filippseyjum.

IEC tilkynnti það svo í maí á þessu ári að fyrirtækið hefði selt Wigan Athletic fyrir 17,5 milljónir punda eftir að hafa keypt það á 15,9 milljónir punda. Fyrirtækið hélt því fram að þær 24,6 milljónir punda sem það hefði sett í félagið hefðu í leiðinni verið endurgreiddar að fullu. IEC lánaði félaginu þessar 24,6 milljónir punda og fyrirtækið heldur því fram að þær hafi verið borgaðar til baka. En samkvæmt The Athletic þá vilja mögulegir kaupendur kanna það ítarlega hvort að lánið gæti færst yfir á næstu eigendur.

Fyrirtækið Next Leader Fund tók þá yfir Wigan; fyrirtæki sem er einnig frá Hong Kong og skráð í skattaskjóli á Caymaneyjum. Nýr stjórnarformaður Wigan, Au Yeung, sagðist vera spenntur að ganga í Wigan fjölskylduna. Hann sagði einnig: „Ég vonast til að hitta ástríðufulla stuðningsmenn félagsins."

Viku seinna var Wigan komið í hendur Gerald Krasner, fyrrum stjórnarformanns Leeds, sem fær það verkefni að reyna að finna leiðir og fjárfesta til að bjarga lífi félagsins.

Það er margt frekar tortryggilegt í málinu.

Til að byrja með átti kaupsýslumaðurinn Dr Choi Chiu Fai Stanley, stjórnarformaður IEC, meira en 50 prósent hlut í bæði fyrirtækinu sem var að selja, IEC, og fyrirtækinu sem var að kaupa, NLF. En þann 24. júní var Au Yeung, sem átti lítinn hlut í NLF, gerður að það sem talið er vera 100 prósent eiganda.

Yeung þessi hoppaði strax frá borði hjá Wigan. Hann ákvað að "borga" í heildina 41 milljón punda en hætti svo strax við. Vægast sagt furðulegt.

Enska deildin gaf leyfi á þetta allt saman og það þarf klárlega að rannsaka það. Krasner segir að allt púður verði nú lagt í að bjarga félaginu og svo verði málið rannsakað.

Hér að neðan má sjá Twitter þráð sem vakið hefur mikla athygli. Þar er því haldið fram Yeung sé kannski í rauninni ekki til og að hann gæti verið skálduð persóna til að koma í veg fyrir að Dr Choi lendi í vandræðum. The Athletic fann mjög lítið af upplýsingum um Yeung. Í Twitter-þráðnum er því einnig haldið fram að ástæðan á bak við þetta sé sú að mikið hafi verið lagt á það í veðmáli á Filippseyjum, hjá IEC sem á þar spilavíti, að Wigan falli úr Championship-deildinni. Það eru sögusagnir.

Þar sem Wigan er farið í greiðslustöðvun þá er líkur á því að 12 stig verði tekin af félaginu. Ef það gerist, eins og staðan er núna, þá mun félagið fara í fallsæti Championship og ef sagan er sönn þá mun veðmálið ganga upp.

Þetta er allt saman mjög skrítið og ömurlegt fyrir fótboltafélagið og stuðningsmenn þeirra. Það er vonandi að það takist að bjarga því.

Rannsókn frá The Athletic má lesa hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner