banner
   þri 06. júlí 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli að semja við félagið sem Birkir hafnaði
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli og Birkir Bjarnason verða ekki liðsfélagar á nýjan leik. Þeir spiluðu áður saman hjá Brescia og núna var félag í Tyrklandi að reyna að fá þá báða.

Balotelli er að ganga í raðir Adana Demirspor í Tyrklandi og segir formaður félagsins að viðræðum sé 85 prósent lokið.

Balotelli, sem er fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, hefur átt ansi áhugaverðan feril. Vandræði hans utan vallar hafa ekki hjálpað honum og á síðustu leiktíð spilaði hann með Monza í B-deildinni á Ítalíu.

Balotelli er núna á leið til Tyrklands en hann vonast til að þessi félagaskipti hjálpi sér að komast aftur í ítalska landsliðshópinn.

Adana Demirspor reyndi einnig að fá Birki Bjarna, en íslenski landsliðsmaðurinn hafnaði því að fara þangað. Forseti Adana Demirspor segir að Birkir hafi heillast að tilboði félagsins en kærasta Birkis, Sophie Gordon, hafi komið í veg fyrir að Birkir skrifaði undir í Tyrklandi. Sophie hafi ekki litist á aðstæður í Tyrklandi.

Sjá einnig:
Forseti Demirspor segir kærustu Birkis hafa komið í veg fyrir skipti
Athugasemdir
banner
banner
banner