Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. júlí 2021 21:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Ítalía í úrslit eftir maraþonleik
Mynd: EPA
Jorginho tryggði Ítalíu í úrslitaleik EM!
Jorginho tryggði Ítalíu í úrslitaleik EM!
Mynd: EPA
Italía 1 - 1 Spánn 4-2 eftir vítaspyrnukeppni
1-0 Federico Chiesa ('60 )
1-1 Alvaro Morata ('80 )

Liðin spiluðu flottan bolta í fyrri hálfleik en þó heillaði spænska liðið meira, eins og Óli Kristjáns sagði í umfjölluninni í hálfleik, mikil barátta og mikill hraði en mörkin létu á sér standa í fyrri hálfleik.

Það var ekki fyrr en eftir um klukkutíma leik þegar það kom mark í leikinn. Donnarumma var með boltann, fljótur að hugsa og kastar boltanum fram, Ítalir skjótast fram í skyndisókn og Laporte og Garcia í vörn Spánverja hálfsofandi. Federico Chiesa skoraði frábært mark og kom Ítalíu yfir.

Stuttu eftir mark Ítala kom Alvaro Morata inná fyrir Ferran Torres. Á 80 mínútu komst hann í gegn eftir frábæran samleik við Dani Olmo og jafnaði metin. Þannig var staðan eftir 90 mínútur og þurfti því að framlengja.

Spánverjar byrjuðu miklu betur í framlengingunni en besta færið kom þegar Olmo tók lúmskt skot úr aukaspyrnu sem Donnarumma varði beint í fætur Morata sem skaut á markið en varnarmenn Ítalí voru fyrir og boltinn hrökk af Busquets og útaf.

Þegar 10 mínútur voru eftir skoraði Berardi fyrir Ítalíu en markið dæmt af vegna rangstöðu. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara.

Fyrstu vítaspyrnur liðanna fóru forgörðum en Unai Simon varði fyrstu vítaspyrnuna frá Manuel Locatelli og Dani Olmo skaut yfir markið. Donnarumma varði fjórðu spyrnuna frá Morata og Jorginho tryggði Ítalíu í úrslitaleikinn með því að skora úr síðustu spyrnu Ítala.
Athugasemdir
banner
banner
banner