Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. júlí 2021 15:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Hallgríms aðstoðar ÍBV
Lengjudeildin
Heimir með frostpinna.
Heimir með frostpinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom fram í Innkastinu í dag að Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, væri að aðstoða ÍBV í Lengjudeildinni.

Heimir var mættur á leikinn gegn Þrótti Reykjavík í gær þar sem hann spjallaði við Helga Sigurðsson, þjálfara ÍBV, og punktaði hjá sér í stúkunni.

„Heimir Hallgrímsson var á vellinum í gær. Hann er mættur aftur frá Katar. Hann er eitthvað að aðstoða þarna," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Mér skilst að hann hafi eitthvað verið í kringum æfingar og svoleiðis," sagði Gunnar Birgisson.

„Hann var að spjalla við Helga Sig fyrir og svo var hann aðeins að punkta niður í stúkunni. Skiljanlegt, hann er með ÍBV blóð í æðum sínum. Ef ég gæti fengið aðstoð frá Heimi Hallgríms, þá myndi ég þiggja hana," sagði Elvar.

Heimir hætti nýverið með Al Arabi í Katar og verður spennandi að sjá hvað hann tekur að sér næst.

ÍBV hefur unnið fimm leiki í röð og situr í öðru sæti Lengjudeildarinnar.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér að neðan en þar var rætt um bæði Pepsi Max-deildina og Lengjudeildina.
Innkastið - Úrvalslið 1-11 og einn af leikjum ársins
Athugasemdir
banner