þri 06. júlí 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland á líka fulltrúa í liði umferðarinnar í Noregi
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki bara í Svíþjóð þar sem Ísland á fulltrúa í liði umferðarinnar.

Sjá einnig:
Cecilía og Berglind Rós í liði vikunnar

Ísland á einnig fulltrúa í liði umferðarinnar í Noregi þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir er.

Ingibjörg skoraði mark Vålerenga er liðið tapaði á dramatískan hátt gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Ingibjörg var besti leikmaður Vålerenga í leiknum og ekki í fyrsta sinn.

Ingibjörg gerði sér lítið fyrir og kom Valerenga yfir eftir hálftíma leik. Rosenborg jafnaði metin á 64. mínútu. Dejana Stefanovic fékk gullið tækifæri til að koma Valerenga yfir af vítapunktinum á 85. mínútu en hún klúðraði. Sara Fornes tryggði Rosenborg sigur í uppbótartíma, 1-2 sigur Rosenborg staðreynd.

Amanda Andradóttir kom inn hjá Vålerenga í seinni hálfleik, en liðið er í þriðja sæti með 18 stig. Vålerenga er ríkjandi meistari í Noregi, en Ingibjörg var besti leikmaður deildarinnar í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner