Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júlí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói telur sig hafa fundið góðan karakter - Ekki meira á leiðinni
Úr leik í hollensku úrvalsdeildinni. Donyell Malen, leikmaður hollenska landsliðsins, reynir að keyra á Droste, núverandi leikmann ÍA.
Úr leik í hollensku úrvalsdeildinni. Donyell Malen, leikmaður hollenska landsliðsins, reynir að keyra á Droste, núverandi leikmann ÍA.
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Wout Droste lék sinn fyrsta leik fyrir ÍA í gær er liðið tapaði naumlega fyrir Víkingi í Pepsi Max-deildinni.

Hann er 32 ára og á að baki 122 leiki í efstu deild í Hollandi og lék á sínum tíma sjö leiki fyrir hollenska U19 landsliðið. Hans síðustu leikir í efstu deild voru tímabilið 2018/19. Í vetur spilaði hann 25 leiki í hollensku B-deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.

Droste var samningslaus en hann hefur verið hjá Go Ahead Eagles undanfarin ár. Hann hefur einnig leikið með Twente, Cambuur og Heracles á félaginu.

„Hann er búinn að æfa lítið með okkur frá því hann kom, en þetta er reynslumikill leikmaður. Hann getur varist vel og hann getur líka hjálpað okkur að laga hluti í uppspilinu. Við þurfum að halda boltanum betur, sérstaklega á heimavelli, og þar kemur hann sterkur inn," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið gegn Víkingi í gær.

„Hann mun efla hópinn. Þetta snýst ekki um að finna einhvern stjörnuleikmann, heldur að finna einhvern sem hjálpar líka ungu strákunum og restinni af liðinu að verða betri. Ég tel að hann sé rétti maðurinn í það."

Jói Kalli sagði jafnframt að hann sé sáttur með hópinn núna. „Það er mitt hlutverk að ná meira út úr þessum hópi. Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum. Við ætlum ekki að enda á botninum í þessari deild."

Þannig er þó raunin fyrir ÍA núna, þeir eru á botninum. Næsti leikur liðsins er heimaleikur við Leikni.
Jói Kalli: Þú getur ekki séð þetta tvisvar!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner