Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Svakalegur missir" - Kórdrengir skoða tvo kosti
Lengjudeildin
Lukas Jensen.
Lukas Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir eru að skoða sín markvarðarmál eftir að Burnley kallaði Lukas Jensen til baka úr láni frá Lengjudeildarliðinu.

Andri Þór Grétarsson sleit hásin í upphafi móts og verður frá út tímabilið. Kórdrengir fengu Sindra Snæ Vilhjálmsson fyrir mót og varði hann mark liðsins gegn Fram í gær.

Lestu um leikinn: Fram 4 - 3 Kórdrengir

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var til viðtals eftir leikinn í gær. Ætlið þið að reyna finna einhvern markmann í glugganum?

„Já, við verðum að gera það. Við erum bara með einn markmann og erum á fullu í því að klára það," sagði Davíð.

Erlendis frá?

„Það eru tveir kostir í stöðunni og við erum að reyna negla það, vonandi gerist það fljótt. Það er vonlaust að vera með einn markmann," sagði Davíð. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Málið var aðeins til umræðu í Innkastinu og var sagði Elvar Geir Magnússon, sem var í stúkunni í gær, að stuðningsmenn Kórdengja hefðu verið að pirra sig á Sindra í markinu.

„Þetta er svolítið (fyrir Sindra) eins og að fara á svið eftir ABBA. Lukas er búinn að vera það góður," sagði Gunnar Birgisson.

„Svakalegur missir og þetta er mikilvægur gluggi fyrir Kórdrengi ef þeir ætla að taka þátt í baráttunni um annað sætið," sagði Elvar.
Davíð Smári: Finnst við yfirspila besta lið deildarinnar
Innkastið - Úrvalslið 1-11 og einn af leikjum ársins
Athugasemdir
banner
banner