Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. júlí 2021 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mögnuð tölfræði Pedri - Klikkar ekki á sendingu
Mynd: EPA
Framlenging í viðureign Ítalíu og Spánar í undan úrslitum er að hefjast. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

Federico Chiesa kom Ítalíu yfir eftir um klukkutíma leik en Alvaro Morata kom inná sem varamaður tveimur mínútum síðar. Hann jafnaði síðan metin á 80. mínútu.

Það var því markalaust í fyrri hálfleik en liðin sýndu mikil gæði þrátt fyrir að skapa sér lítið af færum. Hinn 18 ára gamli Pedri hefur heillað marga á mótinu til þessa en það er ansi mögnuð tölfræði um hann úr þessum fyrri hálfleik.

Hann átti 31 sendingu í fyrri hálfleik, þar af 22 sendingar á vallarhelmingi Ítalíu og hver ein einasta sending hitti á samherja.


Athugasemdir
banner
banner