Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. júlí 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar styður við bakið á Argentínu
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Brasilía tryggði sér sæti í úrslitaleik Copa America eftir sigur gegn Perú í gærkvöld.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Brasilíu en Lucas Paqueta skoraði markið eftir sendingu frá Neymar.

Brasilía mætir annað hvort Argentínu eða Kólumbíu í úrslitaleiknum. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram eftir klukkan 01:00 í nótt.

Neymar kveðst vilja fá Lionel Messi og félaga í Argentínu í úrslitaleiknum. Það er líka það sem flestir vilja sjá.

„Ég vil Argentínu í úrslitaleiknum," sagði Neymar eftir sigurinn á Perú. „Ég held með þeim vegna þess að ég á marga vini þar. Í úrslitaleiknum mun Brasilía vinna."

Brasilía er ríkjandi meistari en síðast mættust stórveldin Brasilía og Argentína í úrslitaleiknum 2007. Þá vann Brasilía öruggan sigur.
Athugasemdir
banner
banner