Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 06. júlí 2021 09:45
Elvar Geir Magnússon
PSG býður Messi samning - Tottenham vill Vestergaard
Powerade
Jannik Vestergaard.
Jannik Vestergaard.
Mynd: Getty Images
Juventus vill endurheimta Pogba.
Juventus vill endurheimta Pogba.
Mynd: EPA
Ronaldo og Mbappe koma báðir við sögu í slúðurpakkanum.
Ronaldo og Mbappe koma báðir við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Ramos, Varane, Camavinga, Coman, Messi, Ronaldo, Griezmann og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos (35) fer í læknisskoðun í París í dag en hann er að ganga í raðir Paris St-Germain á frjálsri sölu, eftir að hafa yfirgefið Real Madrid. (ESPN)

Manchester United er að bjóða 50 milljónir punda í franska varnarmanninn Raphael Varane (28) hjá Real Madrid og 25 milljónir punda í franska miðjumanninn Eduardo Camavinga (18) hjá Rennes. (Marca)

Oliver Kahn hjá Bayern München segist bjartsýnn á að félagið haldi franska vængmanninum Kingsley Coman (25) en Liverpool hefur áhuga. (Mirror)

Paris St-Germain hefur boðið Lionel Messi (34) samning eftir að samningur hans við Barcelona rann út. (Mail)

Tottenham hefur rætt við Southampton um danska varnarmanninn Jannik Vestergaard (28). (Mail)

Manchester City mun horfa til Antoine Griezmann (30) ef félagið nær ekki að kaupa Harry Kane (27). (Mundo Deportivo)

Pep Guardiola segir að líklegast sé að Manchester City muni ekki kaupa sóknarmann í sumar. (Mundo Deportivo)

Cristiano Ronaldo (36) er í viðræðum við Juventus um nýjan samning. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United. (Gazzetta dello Sport)

Juventus vill kaupa Paul Pogba (28) til baka frá Manchester United í sumar. (90Min)

Matteo Guendouzi (22) er á förum frá Arsenal og semur að öllum líkindum við Marseille. (Mirror)

AC Milan ætlar að hefja viðræður við Chelsea um að fá Tiemoue Bakayoko (26) aftur lánaðan. (Corriere dello Sport)

Liverpool er fremst í röðinni eftir Kylian Mbappe (22) hjá PSG. Vangavelturum framtíð franska landsliðsmanninn aukast en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. (ESPN)

Patrick Vieira, nýr stjóri Crystal Palace, vonast til að gera skoska miðjumannin Ryan Christie (26) hjá Celtic að sínum fyrstu kaupum. Franska félagið Nice hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Daily Record)

Mikel Arteta vill halda Emile Smith Rowe (20) hjá félaginu en Aston Villa hefur mikinn áhuyga á leikmanninum. (Mirror)

Nuno Espirito Santo, nýr stjóri Tottenham, vill fá svissneska sóknarmanninn Haris Seferovic (29) frá Benfica. Portúgalska félagið hyggst selja hann í sumar. (Mirror)

Inter vonast til að fá gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas (25) frá Liverpool. Leikmaðurinn gekk í raðir Liverpool síðasta sumar en hefur aðeins spilað sjö leiki í öllum keppnum. (Calciomercato)

Mario Balotelli (30), fyrrum sóknarmaður Manchester City, virðist á leið til Adana Demirspor í tyrkensku deildinni. Balotelli á sér enn draum um að vera í ítalska landsliðinu á HM á næsta ári. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner