Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júlí 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Qvist að losna úr sóttkví - Algjör óvissa með Hrannar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkel Qvist er á leið aftur í KA en hann lék með félaginu í fyrra.

Hann kemur til með að fylla skarð Brynjars Inga Bjarnasonar sem lék sinn síðasta leik fyrir KA gegn KR í gær. Qvist lék sautján leiki með KA í deild og bikar í fyrra og skoraði eitt mark.

Arnar Grétarsson var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leik KA og KR í gær og var spurður hvenær Qvist myndi spila sinn fyrsta leik fyrir KA á þessari leiktíð.

„Ætli hann losni ekki úr sóttkví á morgun svo kemur það bara í ljós. Dusan kemur inn, Rodri stóð sig mjög vel núna og Haukur var mjög flottur í dag, reyndar flestir í liðinu. Þannig að við sjáum bara til í hverslags standi hann er og svo er bara erfiður leikur næsta sunnudag."

Hrannar Björn Steingrímsson er að kljást við meiðsli og það er óvissa hvað er að hrjá hann en það verður skoðað fljótlega.

„Hann á eftir að fara í skanna, það kom eitthvað aftur, gæti verið liðþófi eða hliðarliðband, fyrir viku síðan en við vitum í raun ekki hvar það er."
Arnar: Ef þú kemur ekki boltanum í netið þá telur það ekki
Athugasemdir
banner
banner