þri 06. júlí 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sirius kveður bakvörðinn sinn - Rúnar á leið til félagsins
Rúnar á reynslu hjá félaginu í febrúar
Rúnar á reynslu hjá félaginu í febrúar
Mynd: IK Sirius
Sænska félagið IK Sirius kvaddi Axel Björnström eftir leikinn gegn Mjallby á sunnudag.

Björnström hefur verið aðal vinstri bakvörður félagsins frá því hann kom til félagsins árið 2018 en hann var seldur á dögunum til Arsenal Tula í Rússlandi.

Sú sala félagsins býr til pláss fyrir Rúnar Þór Sigurgeirsson sem sænska félagið hefur haft augastað á frá því í vetur.

Keflvíkingar staðfestu við Fótbolta.net í júní að þeir hefðu samþykkt tilboð í Rúnar frá sænska félaginu.

Næsti leikur Sirius er gegn Malmö þann 10. júlí og svo Djurgarden í næsta leik eftir það þann 19. júlí.

Sjá einnig:
Keflavík búið að samþykkja tilboð í Rúnar Þór


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner