Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. júlí 2021 21:47
Fótbolti.net
U16 gerði jafntefli við Svíþjóð
Íslenski hópurinn sem tekur þátt í opna Norðurlandamótinu
Íslenski hópurinn sem tekur þátt í opna Norðurlandamótinu
Mynd: Aðsend
U16 ára landslið kvenna gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrsta leik opna Norðurlandamótsins. Leikið var í Ribe í Danmörku.

Svíþjóð byrjaði leikinn betur og var sterkari aðilinn fyrstu 25 mínútur leiksins. Íslenska liðið varðist vel og vann sig betur og betur inn í leikinn. Það var svo á 32. mínútu sem að Margrét Brynja Kristinsdóttir kom Íslandi yfir. Katla Tryggvadóttir átti þá góða sendingu á Margréti Brynju sem lék laglega á markvörð Svía og renndi boltanum svo í markið.

Markið hleypti lífi í íslenska liðið sem átti nokkrar góðar sóknir áður en að fyrri hálfleik lauk. Nokkuð jafnræði var með liðunum í síðari hálfleiknum og bæði fengu þau tækifæri til að skora. Það var þó aðeins eitt mark skorað og það voru Svíar sem það gerðu. Erica Persson Welin skoraði jöfnunarmarkið á 75. mínútu með skoti úr teignum. Lokatölur því 1-1.

Á mótinu eru vítaspyrnukeppnir æfðar eftir alla leiki, óháð úrslitum og þar gerðu íslensku leikmennirnir vel og unnu 5-2 sigur. Ísland skoraði úr öllum sínum spyrnum auk þess sem að markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir varði tvær fyrstu spyrnur Svíþjóðar.

Næsti leikur liðsins er gegn Danmörku 2 þann 9. júlí kl.14:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner