Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 06. júlí 2021 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur spilar við erfiðar aðstæður á morgun
Frá landsliðsæfingu á Maksimir.
Frá landsliðsæfingu á Maksimir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það er ekki hægt að segja að það verði íslenskar aðstæður þegar Valur mætir Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma en þá er búist við 36 stiga hita í Zagreb. Þannig er alla vega spáð á BBC Weather.

Þetta eru erfiðar aðstæður að spila í, og það hljóta eiginlega að vera vatnspásur.

Valsmenn mættu til Króatíu í dag en þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Valsmenn. Dinamo er gríðaralega sterkt lið sem sló Tottenham úr leik í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.

Leikurinn fer fram á Maksimir vellinum í Zagreb en við Íslendingar eigum ekki góðar minningar þaðan þar sem við töpuðum í umspilinu fyrir HM 2014.

Sjá einnig:
„Ef ég væri ekki með trú, þá gæti ég bara verið heima"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner