mið 06. júlí 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Ferðadagur hjá landsliðinu - Styttist í stóru stundina
Icelandair
Steini Halldórs fer yfir málin með liðinu á æfingasvæðinu.
Steini Halldórs fer yfir málin með liðinu á æfingasvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það styttist heldur betur í stóru stundina; í dag mun íslenska landsliðið ferðast frá Þýskalandi og yfir til Englands þar sem Evrópumótið er haldið.

Liðið hefur undanfarna daga verið við æfingar í Póllandi og Þýskalandi. Það hefur farið afskaplega vel um liðið á báðum þessum stöðum.

Stelpurnar okkar eru búnar að æfa vel og tóku góðan leik á móti Póllandi sem vannst 1-3. Vangaveltur hafa verið um hvort að einn æfingaleikur sé nóg fyrir mót, en þjálfarar og leikmenn eru ánægð með undirbúninginn.

Í dag er ferðadagur og svo er bara alveg að koma að þessu. Fyrsti leikur á EM er eftir fjóra daga.

Fótbolti.net hefur fylgt landsliðinu eftir í öllum undirbúningum og verður að sjálfsögðu í Englandi þar sem EM fer fram.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner