Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. ágúst 2018 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sundowns staðfestir að Hamrén tekur við Íslandi
Icelandair
Mynd: Getty Images
Sænski þjálfarinn Erik Hamrén er að taka við íslenska landsliðinu samkvæmt opinberri tilkynningu frá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns.

Erik tók við starfi hjá Sundowns í janúar og fékk nýlega leyfi til að hefja viðræður við íslenska knattspyrnusambandið.

Hamrén er 61 árs og stýrði sænska landsliðinu í sjö ár áður en hann var ráðinn sem ráðgjafi hjá Örgryte og síðar yfirmaður knattspyrnumála hjá Sundowns.

Hann hefur stýrt ýmsum félagsliðum á Norðurlöndunum og unnið titla með AIK, Örgryte, AaB og Rosenborg.









Sjá einnig:
Álitið á Hamren í Svíþjóð ekki gott

Var Zlatan með Hamrén í vasanum?

„Myndu segja Íslandi að loka landamærunum út af Hamren"

Hamren þjálfaði Atla Svein - „Hef ekkert nema gott um hann að segja"

Hamren starfað í Suður-Afríku frá því í byrjun árs
Athugasemdir
banner
banner
banner