Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. ágúst 2020 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Sevilla og Leverkusen í 8-liða úrslit
Moussa Diaby skoraði sigurmark Leverkusen
Moussa Diaby skoraði sigurmark Leverkusen
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen og Sevilla eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Sevilla vann Roma 2-0 í hreinum úrslitaleik en restin af úrslitakeppninni fer fram í Þýskalandi.

Leik Roma og Sevilla var aflýst vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og ákvað UEFA því að liðin myndu mætast á hlutlausum velli og spila úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum.

Liðin spiluðu því á heimavelli MSV Duisburg en Sevilla vann leikinn 2-0. Spænski vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilon kom Sevilla yfir á 22. mínútu. Hann fékk boltann vinstra megin á vellinum og keyrði inn í teiginn áður en hann afgreiddi boltann í netið.

Youssef En-Nesyri bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Lucas Ocampos. Sevilla átti fjölmörg hættuleg færi en Ever Banega var afar öflugur og átti meðal annars skot í slá og þá átti hann einnig fyrirgjöf á Jules Kounde sem skallaði boltanum í slá í fyrri hálfleiknum.

Undir lok leiks fékk Gianluca Mancini að líta rauða spjaldið fyrir brot á Luuk de Jong. Lokatölur 2-0 fyrir Sevilla sem er komið í 8-liða úrslit.

Bayer Leverkusen vann Rangers 1-0. Moussa Diaby gerði eina mark leiksins en Leverkusen vann fyrri leikinn 3-1. Diaby gerði markið á 51. mínútu og fer Leverkusen samanlagt áfram 4-1.

Eins og áður hefur komið fram þá fer restin af úrslitakeppninni fram í Þýskalandi og ætti það að koma sér vel fyrir Leverkusen.

Úrslit og markaskorarar:

b>Sevilla 2 - 0 Roma
1-0 Sergio Reguilon ('22 )
2-0 Youssef En-Nesyri ('44 )
Rautt spjald: Gianluca Mancini, Roma ('90)

Bayer 1 - 0 Rangers
1-0 Moussa Diaby ('51 )
Athugasemdir
banner
banner