Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Dortmund sakaður um heimilisofbeldi - Sparkaði í magann á óléttri kærustu sinni
Nico Schulz
Nico Schulz
Mynd: Getty Images
Þýski vinstri bakvörðurinn Nico Schulz er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína hryllilegu heimilisofbeldi á meðan þau voru saman en þetta kemur fram í þýska blaðinu Bild.

Schulz, sem er 29 ára gamall, er á mála hjá Borussia Dortmund, en hann hefur spilað þar síðustu þrjú ár.

Hann var áður á mála hjá Hoffenheim, Borussia Monchengladbach og Herthu Berlín.

Schulz á tólf A-landsleiki fyrir Þýskaland og skorað 2 mörk en hann spilaði síðast með landsliðinu fyrir tveimur árum.

Fyrrverandi kærasta hans hefur nú stigið fram og sakað hann um hryllilegt heimilisofbeldi á meðan þau voru í sambúð.

Ofbeldið átti sér meðal annars stað meðan hún var ólétt af barni þeirri og greinir þar frá því að hann hafi kýlt og sparkað í maga hennar tveimur vikum áður en hún eignaðist barnið.

Hún hefur birt skilaboð þeirra á samskiptamiðlinum Whatsapp og er Schulz nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í Þýskalandi.

Lögreglan gerði húsleit hjá Schulz og er málið áfram til rannsóknar en lögfræðingar leikmannsins hafna þessum ásökunum. Ef hann verður fundinn sekur í málinu gæti hann átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner